Fynboerne
26. Aug. 1927
- Í dag ætlum við að Kárastöðum á leið norður og vestur. en nokkru áður en við leggjum á stað kemur símskeyti til Larsen sem breitir allri ferðinni konan hans liggur fyrir dauðanum og hann á að koma heim með fyrstu ferð þettað er nu meiri breitingin og hun ekki góð fyrir mig og því síður fyrir hann jæja hvað um það það verður svona að vera. Við leggjum á stað ur stykkisholmi kl 12 áleiðis til Borgarnes við komum eftir langa og erfiða reið yfir að Hjarðafelli þar drekkum við kaffi og höldum svo leingra við riðum alla leið að Rauðkollsstöðum þar er bíll komin sem við höfðum pantað í Borgarnesi til að sækja okkur við erum 4 talsins apótekari Svane og fylgdarmaður hans og svo við. við komum í Borgarnes kl 10 um kveldið og þá er ég þreittur. Ég hafði indælan hest fyrst en svo lánaði ég Larsen hann og eftir það hafði ég hastan hest. við borðum hjer kvöldverð og forum svo að sofa. Góða nótt litla stúlkan mín.
Facts
PDF26. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
Apoteker Hans Albert Hermansen Svane (1896-1987). Født i Marstal. Apoteker i Danmark og i Island i Stykkishólmur og Isafjörður.