Menu

Fynboerne

25. Aug. 1927

  1. Góðan dagin besta vina. Í dag er leiðinlegt veður rigning og kuldi við ætluðum að leggja af stað til hjarðafels í dag en hættum við það utaf því hvað veðrið er slæmt við forum þess í stað til Helgafells þar sem Larsen fer að teikna ég sit hjá honum en get ekkert gert því það rignir næstum stöðugt eg fer heim að bænum og fæ þar kaffi og svo fer ég að teikna Guðrúnarleiði svo næ ég i Larsen og hann drekkur kaffi líka við erum þarna til kl 7 utsýnið er fallegt af fellinu ef að bjart er en nu sjest lítið þar við höldum heim og komum aftur um kl 9 þá borðum við og förum svo út til apótekarans þar erum við boðnir í kveld við komum þaðan kl 12 og förum að sofa mjer hefur liðið hálf illa í dag verið kalt og er kvefaður. Góða nótt hjartans vinir mínir.
  1. Apotekeren. Hans Albert Hermansen Svane (1896-1987). Født i Marstal. Apoteker i Danmark og i Island i Stykkishólmur og Isafjörður.

Facts

PDF
25. Aug. 1927

Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland

Ólafur Tubals

Islandsk

Ólafur Tubals