Fynboerne
24. Aug. 1927
- Góðan dagin vinir mínir í dag ætlum við á Breiðafjarðareyjar eg fer út strags kl 8 til að útvega bát við faum agætan mótorbat huggulegan og ganggóðann við förum um borð vertinn filgir okkur niður á briggju og nú af stað sjóferðin geingur vel við forum framhjá mörgum eyjum þar er fólk í óðaönn að heyja það er ágætt veður í dag bjart og heiðskírt en kalt. Við erum tæpan klukkutima á ferð þar til við komum að Öxney þar sem Eiríkur Rauði bjó áður hann fór til Grænlands hjer förum við í land og fáum dreing hjer á bænum til að vísa oss leið að rústum Eiríksbæjar þær eru nú varla leingur greinilegar en sjá má þó mota fyrir 8 rustum á haum hol norðantil á eyjunni þar er og Eiríksvogur og Eiríksnaust gömul örnefni frá bigð Eiríks. við sendum bátin aftur í land og ætlumst til að hann sæki okkur aftur kl 3 syðan förum við að mála. eg er búin með eina mind kl 2 svo það er lítill tími að birja á annari áður baturinn kemur samt birja eg og kl 4 er ég búin og en báturinn ekki komin. Við förum heim að bænum hittum þar hop af börnum husbondin biður okkur kaffi við förum inn hjer er heldur fátæklegt um að litast enda er það ekki undravert hjónin eiga 12 born og bóndin er aðeins 36 ára gamall og konan ingri þvílík barnahrúga. nú kemur báturin og bátsstjórin drekkur kaffi með okkur. síðan förum við á stað nú skal halda til Helgafels og fara þar af bátnum og teikna svo þaðan veðrið er gott enþá en það dimmir þar í lofti og fer að rigna til fjalla þegar við erum komnir hálfa leið þá bretum við á ætlun og förum beint til St.hólms en það stendur heima þegar við erum nýkomnir hjer inn þá birjar að rigna. hjer er ágætt að vera eitt með bestu hótelum sem við höfum haft og sama seigir Larsen hann seigir það besta hótel á Íslandi við faum agætan mat og erum líka ornir matlistugir því við höfum ekki borðað síðan kl 10 í morgun. Eftir matin förum við út til að hitta danska menn sem hjer eru og Larsen þekkir við erum stutt hjá þeim en förum heim og Larsen fer að hátta en þegar hann er nýháttaður kemur Ágúst Þórarinsson að sækja okkur en Larsen nennir ekki að fara á fætur svo ég fer einn eg er þar til kl 12 og skemti mjer vel þá fer ég heim að hátta og sofa. Góða nótt elskan mín.
Facts
PDF24. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
Erik den Røde
Erik den Rødes gård
Købmand