Fynboerne
28. Aug. 1927
- Góðan dagin vina mín í dag er indælt veður og við förum á fætur kl 7 og drekkum kaffið síðan förum við út að teikna og erum að því til kl 12 þá borðum við og förum svo með bíl að ferjukoti. Okkur geingur vel þangað komum þar kl 1½ mig hálflangar á mót sem þar er en Larsen vill ekki fara heldur legst hann út í móga svo ég vil ekki fara frá honum og verð því kir þar lika veðrið er kalt og leitt svo við förum heim kl 3 fer ég að pakka niður og svo borðum við og síðan förum við um borð kl 6 ½. Það verða afskaplega margir með skipinu svo ég bíst við að einhver verði sjóveikur. Kl 7 ½ leggjum við á stað og heim á leið veðrið er hvasst og stórrigning á milli svo það er ekkert huggulegt hjer kvenfólk og karlmenn gubba hvert í kapp við annað en ég og Larsen eru heilbrigðir eg reini að hjálpa það sem ég get en það nær skamt. við komum við á Akranesi þar stoppum við lítin tíma og höldum svo áfram og kl 11 komum við til Reykjavíkur þar er þá Ragnar kominn með bil að taka á móti okkur við förum beint heim á Hotel Heklu og fórum stragsað sofa góða nótt elsku vinir mínir.
Facts
PDF28. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk