Fynboerne
11. Aug. 1927
- Agust. Eg er nu buin að senda þjer fyrstu bokina heim elsku vina svo nu birja eg á þeirri næstu. ég hefi verið að búa okkur undir ferðina vestur og haft mikið að gjöra lata laga reiðtygi og margt fleira svo um kveldið kom eg til sýslumannsins hann var mjög þægilegur sagði mjer fra ollu mögulegu viðkomandi játningunum hjer og trakteraði á vindlum svo fór ég upp til Læknisins hann tok á moti mjer sem eg væri hans besti kunningi og bauð okkur Larsen til sin kl 9 í kveld – kl 11 Eg fór til læknisins kl 9 ½ Larsen var þreittur og gat ekki farið hann tok mjer afarvel syndi mjer alt mogulegt sem han gat hugsað upp hann á mjog merkilegt safn af sjaldsjeðum gripum fra imsum löndum og mikið af fornmenjum það er ifirleitt mjog merkilegur maður laglegur og skemtilegur hann er broðir Garðars Gislasonar í Reykjavík þar var eg til kl 11 og skemti mjer vel við kaffidrykkju og mussikk svo for eg heim að sofa Larsen er sofnaður fyrir laungu. Goða nótt vina mín.
Facts
PDF11. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
Ingólfur Gislason
Grosserer i Reykjavik