Menu

Fynboerne

12. Aug. 1927

  1. Við voknum kl 8 í því nú á að leggja á stað í þennan mikla leiðangur vestur eg simaði í gær til Asmundar á Krossum að koma með hesta á móti okkur og lofaði hann því kl 9 ½ nú leggjum við á stað nú birja erviðu ferðalaugin riðandi á hauglötum hestum með allan farangurinn sem er nú á 2 hesta við forum í bil eins langt og við komumst við keyrum utað hitará þar sjáum við Grettisbæli þar sem Grettir bjo í utlegðinni í 2 vetur það er við fagraskogarfjall – við stönsum á bruarfossi og málum þar frá til fagraskogarfjals þar stoppum við í 2 tíma og drukkum þar kaffi siðan holdum við afram leingra leingra við forum frammhjá Eldborg og teiknum hana svo komum við að haffjarðará og forum heim að veiðihúsum Torsanna þar er eingin heima við stonsum þar lítið en holdum afram við komum að stað þar sem verið er að gjöra við veigin við verðum að stoppa hjer til að gjöra vegabót svo við komumst áfram það geingur vel fyrir sig svo höldum við áfram hjer er vegurinn mjög slæmur. loksins sjaum við heim að Eiðhúsum þar er þá María á Kross komin með hestana við stoppum þar leingi borðum og búum upp á hestana og svo leggjum við a stað vestur að Krossum við forum fram hja morgum bægum og melum og votum keldum og öllu mögulegu þar til við komum að Krossum kl 9 um kvöldið þar kem ég aftur á fornar stöðvar hjer þekki ég mig hjer er tekið á móti mjer eins og ég sje tíndur sonur aftur fundin gamla konan kissir mig allan utan hun er akaflega anægð yfir að sjá mig hjer erum við í nótt í besta ifirlæti nu fer ég að sofa Góða nótt elsku vina
  1. Ásmundarson, en berømt fredløs

Facts

PDF
12. Aug. 1927

Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland

Ólafur Tubals

Islandsk

Ólafur Tubals