Fynboerne
15. Aug. 1927
- Góðan dagin vina mín ég vakna kl 8 og drif mig á fætur Larsen er að fara út til að teikna frá Kambi þar sem Björn Breiðvíkingakappi [helten] bjó eg fer að lesa í fornsögonum það verðum við alltaf að gjöra annað kastið til að kinna okkur þær sem best eg er að lesa til kl 12 þá fer ég að vitja um Larsen hann er að teikna en er orðið mjög kalt það er orðið ansi kalt núna norðan stormur Larsen er orðin lasinn nuna sem þó er óvanalegt því hann er venjulega vel hraustur. Ég sæki frakka handa honum til að dúða hann í svo fer ég að mala. ég mála eina mind af jöklinum hjeðan ur Breiðuvíkinni. Kl 3 förum við heim til að borða Larsen hefur ekki matarlist. Kl 4 fáum við bóndan til að flitja okkur yfir fjallið hann flitur okkur á 5 hestum við forum Kambsskarð það er mjög bratt en gott útsyni yfir breiðu víkina við höldum áfram alltaf lestagang vegurinn er svo slæmur. við erum 3 tíma yfir fjallið og komum að bæ sem heitir Klettakot eg fer þar heim að biðja um gistingu enn það getur ekki tekist alt fult af fólki við áfram fram hjá Fróðá þar sem Fróðárundrin gerðust og áfram alla leið til Ólafsvíkur það er lítið þorp. við riðum þar um aðalgötuna þar til á eftir okkur koma sirka 30 kyr sem umkringja okkur með nasamasi og forvitni en þó tekst okkur að sleppa frá þeim ómeiddir og höldum þar að stóru húsi þar fer ég inn og bið um gistingu nei því miður alt fult er svarið. ja nú vandast málið þettað var staðurinn sem kunnugir sögðu mjer helst að leita til hvert skal nú halda frúin seigir ég skuli reina hjá Davíð Einars han hafi stort hús eg þangað og þar fáum við inni eg læt sækja dótið og setja í hús syðan borga ég fyldarmanninum svo fer han en við förum að borða og svo að hátta. fólkið hér í húsinu er mjög þægilegt a morgun ætla ég að skoða hjer umhverfið og seiga þjer hvernig mjer list á það. Góða nótt. vinir mínir.
Facts
PDF15. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
En heltefigur fra sagaerne som måske, måske ikke rejste til Amerika.
Sagn fortæller at han havde tætte forbindelser til de Irske øer