Menu

Fynboerne

14. Aug. 1927

  1. við vöknum snemma því nú á að hala vestur í Breiðuvík við erum leingi að komast á stað forum kl 11 það kveðja mig allir með þeirri ósk að sjá mig sem fyrst aftur þó sjerstaklega gamla konan við fáum Asmund með okkur með 5 hesta Við förum vestur alla Staðarsveitina og þar sjáum við ekkert sjerlega merkilegt falleg fjoll sem ég þekki öll og hefi málað þau áður kl 3 komum við að Búðum þar þikir mjer ekki eins fallegt og af er látið þar drekkum við kaffi þaðan teikna ég Axlarhirnu þar neðan undir er séð í kot þar bjó aður Axlar Björn. þaðan höldum við vestur í Breiðuvíkina þar til við komum að Gröf hjer biðjum við um gistingu hun er okkur heimil en hjer er mjög fátæklegt eingin stofa okkur er boði í Baðstofuna þar er eg nú að skrifa þetta eg bæti við áður en ég sofna – við borðum hjer og svo er okkur vísað til sængur eg sef inni í baðstofu hjá folkinu en Larsen sefur einn frammi jæga elsku vina nu fer ég að sofa. Góða nótt elsku vinirnir mínir.
  1. Alrummet

  2. Sogn

  3. en lille ødegård

  4. Kendt islandsk seriemorder i 1500-tallet

Facts

PDF
14. Aug. 1927

Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland

Ólafur Tubals

Islandsk

Ólafur Tubals