Fynboerne
20. Aug. 1927
- Góðan dagin Lára mín Eg vakna við það að Larsen kemur inn til mín kl er 7 mig var að dreima Svönu í alla nótt heldur hefði ég nu viljað að mig hefði dreimt heim jæja vina mín ég dríf mig í fötin og drekk svo kaffi og fer syðan út að mala eg kem heim kl 1 en fer strags aftur veðrið er indælt og um að gera að nota það kl 5 kem ég aftur þá er Larsen að koma til að borða hefur verið að teikna syðan kl 10 í morgun. nú ætlum við að halda á stað hjeðann og í Stikkishólm við fáum bóndan til að flytja okkur á 5 hestum við förum yfir Beserkjahraun á fljugandi ferð við höfum ágæta hesta ég hefi gráan hest sem er einhver besti hestur sem ég hefi komið á bak við komum kl 9 í Stikkishólm og höldum til á hótelinu þar hitti ég gamla kunningja frá því ég var hjer síðast við drekkum kaffi og förum svo að sofa Góða nótt elsku vinir.
Facts
PDF20. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
svaner