Fynboerne
19. Aug. 1927
- Góðan dagin elsku vinir Ég vakna kl 8 og á fætur í spretti því nú er gott veður en þigt loft svo maður getur buist við regni seinnipartinn í dag eg drekk kaffi og fer svo utað mála ég er vel halnaður með mindina þegar fer að rigna svo ég verð að hætta. eg fer heim og þar bíður mín matur mjög góður yfirleitt er hér um best að vera af öllum þeim stöðum sem við höfum gist á leiðinni, eftir mat förum við út að ganga við förum yfir að Beserkjahrauni að skoða vegin sem beserkirnir svensku ruddu í fornöld og önnur mannvirki eftir þá eg fillist hatri til Snorra Goða þegar eg hugsa um hve þrælslega þeim fórst við slík mikilmenni Vigastir og honum. það getur þú lesið í Eyrbiggu. við erum leingi í þessum túr skoðum disina þar sem þeir liggja. síðan förum við heim og ég fer að lesa Eyrbiggu og er að því þegar ég heiri að einhverjir aðkomandi eru komnir. það eru Þorsteinn Gíslason skipsstjóri og sonur hans þeir ætla að gista hjer í nótt, nu er mál að borða Eftir matin sem er eins finn og á dýru hóteli fer ég ut að skoða bigginar þær sem Tor hefur latið gjöra hjer það er nú mikið 2 fjárhús sem hvort um sig taka 300 fjar og þau svo vanlega ger að leitun er á slíku þar við eru 2 hlöður sem baðar taka íalt um 2 þusundir hestburða Nú er orðið framorðið svo ég fer að sofa Góða nótt elsku vinir mínir eg vildi að mig dreimdi heim í nótt.
Facts
PDF19. Aug. 1927
Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland
Islandsk
Hest: To bylter hø, en på hver side af hesten