Menu

Fynboerne

18. Aug. 1927

  1. Góðan dagin vinir mínir við voknum snemma að vanda því kl 11 kemur báturinn að sækja okkur eg fer nú strags að ganga frá dótinu en Larsen fer að teikna. þegar ég er búin að pakka niður þa sjest til bátsins eg flyti mjer að borða og svo kemur maður sem ég fjekk til að keira dotið niður við Larsen fórum svo á eftir þá eru þeir að setja fram smabát á honum eigum við að fara um borð eg hjálpa nu til eins og gamall sjómaður. það gengur vel að komast á flot og eftir skamma stund kemur mótorin jæja nú erum við komnir um borð með alt dótið og leggjum upp í nýtt ferðalag það er daldill vindur og rugg á bátnum en ég held maður verði ekki lasin við förum hægt á móti svo ég hefi nægan tíma til að virða fyrir mjer utsynið þarna kemur Búlandshöfði snarbrattur og á miðri brekkunni upp á hamrabrún er vegurinn það er eins gott að þeir sjeu ekki lofthræddir sem þar fara þarna sjest mjög merkilegt fjall það heitir Sikurtoppur (Kirkjufell) og svo Stoð eða (Líkkistan) einkennilega lagað fjal líkist mjög risa stórri líkkistu en sikurtoppurinn er svo einkennilega fallegur sjerstæður afar hár og uppmjór en ekki sjest í toppin. afram fram hjá Grundarfyrði þar er ljómandi fallegt leingra til aust-norðurs sést í fjallgarðinn Helgrindur óhuggulegt nafn á jafn fallegu fjalli. kl 5 komum við að bigðri eyju það er Akurey. eg held að ég hefði gaman af að búa á svona eyju við tokum þar mann og bát til að vísa leiðina í Bjarnarhöfn og kl 6 stígum við á land í Bjarnarh. hjer er ljómandi fallegt með fegurri plássum sem hefi farið yfir við kveðjum bátsverja og löbbum svo heim bærinn er dáldið langt fra sjónum, en dótið verðum við að skilja eftir. við gerum hjer vart við okkur en husbóndin er ekki heima hjónin eru bæði á engjum okkur er boðið inn í mjög huggulega stofu hjer lítur alt einkar mindarlega út ramar og mublur er auðsjáanlega smíðað eftir bondan eða því gæti ég trúað. við bíðum hjer stundarkorn þar til bondinn kemur við berum fram erindið okkur er velkomið hjer að vera nokkru seinna kemur matur bæði mikill og góður við gerum honum góð skil og förum svo út að ganga og litast um hjer bjó Björn Blundketilsson hjer er einkar fallegt bæjarstæði við fjallið sem heitir Bjarnarhafnarfjall i austur sjást drápuhlíðarfjöllin og helgafellssveitin í suður sjest fjallgarðurin og í norður fjörðurinn með sín óteljandi sker og eyjar. Tor Jensen á þetta bú og hefur hjer aðallega fje. hjer eru ein þau mindarlegustu fjárhús sem ég hefi sjeð við erum þreittir eftir sjóferðina og förum bráðum að hatta Góða nótt

Facts

PDF
18. Aug. 1927

Regional archives of Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Iceland

Ólafur Tubals

Islandsk

Ólafur Tubals